Örvarpið, umsókn

Skilmálar
 1. Sendandi örmyndar ábyrgist að hann sé einn höfundur og/eða höfundarrétthafi efnisins í heild sinni (að svo miklu leyti sem samningur þessi tekur til). Sendandi ábyrgist þannig að honum sé fullkomlega heimilt að framselja þau réttindi sem samningur þessi tekur til og að efnið sé ekki bundið af öðrum samningum sem áhrif hafa á þennan samning.
 2. Sendandi ábyrgist að örmyndin innihaldi ekki efni sem kann að brjóta gegn höfundarrétti eða hugverkarétti þriðja aðila og að innt verði af hendi öll gjöld og greiðslur vegna framleiðslu myndarinnar, þ.m.t. greiðslur fyrir höfundarrétt og önnur hugverkaréttindi. Örmyndahátíðin Örvarpið er ekki, og verða ekki, ábyrg fyrir slíkum greiðslum, að frátöldum greiðslum fyrir flutning í sjónvarpi, skv. samningi RÚV við STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar.
 3. Ef um er að ræða efni frá þriðja aðila skal sá höfundarréttur tiltekinn sérstaklega á umsóknarformi:
  • TÓNLIST - undir kaflanum „Tónlistarskýrsla“ í umsóknarformi, en þar skal vera upptalning á tónverkum með nöfnum tónhöfunda, flytjenda og útgefenda, sem og lengd hvers tónverks.
  • MYNDBAND - undir kaflanum „Myndbandsskýrsla“ í umsóknarformi, en þar skal tiltaka sérstaklega ef aðrar myndupptökur en sendanda eru notaðar, með upptalningu á myndbandi, nöfnum myndbandahöfunda og lengd.
  • MYNDVERK - undir kaflanum „Myndstefsskýrsla“ í umsóknarformi, en þar skal tiltaka sérstaklega ef myndverk (listaverk, ljósmyndir o.þ.h.), önnur en sendanda, eru notuð í efninu, með upptalningu á myndverkum, nöfnum myndhöfunda og lengd.
 4. Efni má ekki vera lengra en 5 mínútur.
 5. Öll framleiðsla, tækni- og eftirvinnsla efnis er á ábyrgð sendanda.
 6. Þurfi að þýða eitthvað í myndinni skal gera sérstaklega grein fyrir því.
 7. RÚV og Örvarpið hafa rétt til að sjónvarpa örmyndunum viðstöðulaust á hefðbundinn hátt (VHF, MMDS, um gervihnött, IP (þ.m.t. netinu) og/eða UHF) og senda út með almennum sjónvarpsbylgjum stafrænt og/eða hliðrænt í öllum miðlum Ríkisútvarpsins, þar með talið á vef Ríkisútvarpsins, www.ruv.is, en efnið verður aðallega sýnt og hýst á vefsvæðinu www.ruv.is/orvarpid.
 8. Örvarpinu er heimilt að hafa örmyndirnar aðgengilegar á vef Ríkisútvarpsins og á RÚV frelsi í tvö ár frá frumsýningu þeirra.
 9. Meti Örvarpið gæði efnisins sem svo að sjónvarpsútsending sé við hæfi er dagskrársetning og kynning á ábyrgð RÚV. Sendandi samþykkir sjónvarpsútsendingu í umsóknarformi og einnig hvort Örvarpinu og RÚV er heimilt að bjóða samstarfsstöðvum annars staðar á Norðurlöndum efnið til sýningar án greiðslu.
 10. Örmyndin skal varðveitt í safni RÚV. Höfundarréttur er eftir sem áður hjá sendanda efnis.

Sækja skilmála sem PDF skjal

Upplýsingar um þátttakanda
Nafn
Heimilisfang
Póstnúmer
Kennitala
Gsm
Netfang

Eftir að smellt er á "Áfram" hér að neðan verður þú flutt/ur á vefsvæði þar sem þú getur hlaðið upp myndbandinu til okkar.

Upplýsingar um myndina
Titill myndarinnar
Tegund myndar
Ágrip/úrdráttur
Annað
Nánar um myndina
Leikstjóri myndarinnar
Framleiðandi myndarinnar
Í hvaða landi/löndum er myndin framleidd
Framleiðsluár
Lengd myndar
Vefur myndar
Snið (format) myndar
Hefur myndin verið sýnd á hátíðum?
Hefur myndin verið frumsýnd, ef svo er hvenær?
Hefur myndin hlotið verðlaun?
Tónlist sem heyrist (Titill, höfundur, flytjandi og lengd)
Þeir sem koma fram (leikendur og aðrir)